Tennisstjarnan Serene Williams, sem lagði spaðann á hilluna í fyrra, á von á sínu öðru barni. Þessu greindi hún frá á Instagram áður en hún mætti á tískuviðburð í Metropolitan-listasafninu í New York.
Williams, sem er 41 árs, mætti á viðburðinn með eiginmanni sínum Alexis Ohanian.
Williams og Ohanian eiga fyrir dótturina Olympiu sem fæddist í september 2017.