Steinunn Björk Bragadóttir
Diljá Pétursdóttir er nýkomin af fyrstu æfingunni sinni á Eurovision-sviðinu í Liverpool. Allt gekk að óskum og fengum við að sjá nýjan leikmun á sviðinu.
Diljá er klædd í silfur frá toppi til táar og er komin með aflitað hár. Rétt eins og í Söngvakeppninni hér heima einkennist atriðið af bæði líkamlegum og raddlegum styrk. Spörkin eru enn til staðar og augljóst er að Diljá er í hörkuformi. Nokkuð dimmt virðist vera yfir sviðinu í byrjun en grafíkin verður litríkari eftir því sem líður á lagið.
Diljá er með fjórar bakraddir með sér í atriðinu, en einungis þrjár voru á æfingunni í dag. Ásgerir Orri Ásgeirsson, Steinar Baldursson og Kolbrún María Másdóttir eru mætt til Liverpool en sú fjórða, Katla Njáls- og Þórudóttir, kemur til Liverpool á fimmtudaginn. Þetta kemur fram á Instagram-reikningi Kötlu, sem segist ekki komast fyrr vegna anna í háskólanum.
@eurovision Diljá’s holds all the POWER of this stage 🇮🇸 #Eurovision2023 #Eurovision @Diljá Pétursdóttir ♬ original sound - Eurovision