Diljá komin í ný föt og með nýjan leikmun

Diljá á sviðinu í Liverpool.
Diljá á sviðinu í Liverpool. EBU/Corinne Cumming

Diljá Pétursdóttir er nýkomin af fyrstu æfingunni sinni á Eurovision-sviðinu í Liverpool. Allt gekk að óskum og fengum við að sjá nýjan leikmun á sviðinu.

Diljá byrjar lagið á nýjum leikmun.
Diljá byrjar lagið á nýjum leikmun. EBU/Sarah Louise Bennett

 Diljá er klædd í silfur frá toppi til táar og er komin með aflitað hár. Rétt eins og í Söngvakeppninni hér heima einkennist atriðið af bæði líkamlegum og raddlegum styrk. Spörkin eru enn til staðar og augljóst er að Diljá er í hörkuformi. Nokkuð dimmt virðist vera yfir sviðinu í byrjun en grafíkin verður litríkari eftir því sem líður á lagið.

Diljá er í hörkuformi og tekur fimleikaæfingar á sviðinu.
Diljá er í hörkuformi og tekur fimleikaæfingar á sviðinu. EBU/Sarah Louise Bennett
Blómum rignir yfir Diljá.
Blómum rignir yfir Diljá. EBU/Sarah Louise Bennett
EBU/Sarah Louise Bennett
Diljá geislar á sviðinu í Liverpool.
Diljá geislar á sviðinu í Liverpool. EBU/Corinne Cumming


Diljá er með fjórar bakraddir með sér í atriðinu, en einungis þrjár voru á æfingunni í dag. Ásgerir Orri Ásgeirsson, Steinar Baldursson og Kolbrún María Másdóttir eru mætt til Liverpool en sú fjórða, Katla Njáls- og Þórudóttir, kemur til Liverpool á fimmtudaginn. Þetta kemur fram á Instagram-reikningi Kötlu, sem segist ekki komast fyrr vegna anna í háskólanum.

@eurovision Diljá’s holds all the POWER of this stage 🇮🇸 #Eurovision2023 #Eurovision @Diljá Pétursdóttir ♬ original sound - Eurovision
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup