Kim Kardashian og Pete Davidson hittust á Met Gala, níu mánuðum eftir að þau hættu saman.
Fyrrverandi parið sást á spjalli með söngvaranum Usher og virtust endurfundirnir hafa gengið vel fyrir sig.
Kardashian og Davidson hættu saman í byrjun ágústmánaðar í fyrra eftir um það bil tíu mánaða samband. Komu sambandsslitin nokkuð á óvart, þar sem Davidson hafði stuttu á undan lýst því yfir að hann ætlaði sér að giftast Kardashian og hafði auk þess húðflúrað nöfn barna hennar á sig.