Tónlistarkonan Cher er hætt með unga kærastanum, Alexander Edwards, eftir sex mánaða samband. Fyrrverandi parið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum þar sem Edwards er 40 árum yngri en Cher.
Heimildarmaður TMZ segir Cher og Edwards hafa slitið sambandi sínu fyrir nokkrum vikum en gaf þó ekki upp ástæðu sambandsslitanna.
Cher, sem er 76 ára, og Edwards, sem er 36 ára, sáust fyrst saman í nóvember 2022 þegar þau fóru á rómantískt stefnumót í Los Angeles. Aldursbil í ástarsamböndum vekur alltaf mikla athygli í fjölmiðlum, en fólk virðist þó frekar hneyksla sig á aldursbilinu ef konan er eldri en maðurinn. Þar eru Cher og Edwards ekki undanskyld.
Í desember fóru sögusagnir á kreik um að Cher og Edwards væru trúlofuð eftir að Cher deildi mynd af glæsilegum demantshring á samfélagsmiðlum. „Ég á engin orð, Alexander, A. E,“ skrifaði hún við myndina. Hins vegar herma heimildir TMZ að parið hafi aldrei verið trúlofað.
THERE R NO WORDS,
— Cher (@cher) December 25, 2022
ALEXANDER,A.E pic.twitter.com/TZOYLGVWkv