Hættir ef hann tapar málinu

Ed Sheeran ætlar að setja gítarinn á hillunni verði hann …
Ed Sheeran ætlar að setja gítarinn á hillunni verði hann fundinn sekur. AFP/Kena Betancur

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segist ætla að gefa tónlistarferil sinn upp á bátinn ef hann tapar dómsmáli þar sem hann er sakaður um lagastuld. Segir hann að ásakanirnar séu móðgandi, hann hafi helgað líf sitt tónlistinni og lagasmíðum og með þeim sé verið að gera lítið úr sér.

Samkvæmt heimildum DailyMail lét Sheeran þessi orð falla eftir að lögfræðingur hans spurði hann hvaða áhrif réttarhöldin hmyndu hafa á líf hans. Eru það erfingjar lagahöfundarins Ed Townsend sem höfðuðu mál gegn Sheeran fyrir, að þeirra sögn, sláandi líkindi á milli lags Sheeran Thinking Out Loud og laginu Let's Get it On, sem Townsend samdi með Marvin Gaye.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar