Í tímabundið leyfi frá ameríska Idolinu

Idol-dómarinn Katy Perry.
Idol-dómarinn Katy Perry. Skjáskot/Instagram

Poppstjarnan og Idol-dómarinn, Katy Perry, er komin í tímabundið leyfi frá dómaraskyldum sínum í ameríska Idolinu á meðan hún er stödd á Englandi vegna væntanlegrar krýningar Karls III Bretakonungs. 

Meðdómari Perry, Luke Bryan, hefur sagt að aðdáendur þáttarins geti látið sig hlakka til þar sem nokkrar stórar Hollywood-stjörnur muni fylla í skarðið fyrir Perry og Lionel Richie, sem bæði stíga á svið hinn 6. maí næstkomandi í Windsor-kastala. 

Ítrekað púuð af áhorfendum

Hlé frá dómaraborðinu gæti verið gott fyrir Perry sem hefur nýlega verið skömmuð og undir smásjá fyrir ummæli sín til og um keppendur þáttarins. Fyrir örfáum vikum var söngkonan púuð niður af Idol-áhorfendum fyrir það að hafa gagnrýnt búningaval Nutsa Buzaladze. „Nutsa, í hvert skipti sem þú stígur á svið er eins og þú sprengir upp glimmersprengju,“ sagði söngkonan og fékk það neikvæð viðbrögð frá mannfjöldanum.

Þrátt fyrir að Perry hafi reynt að biðjast afsökunar á ummælum sínum var þetta ekki í fyrsta skipti sem hún pirraði áhorfendur. Rúmum mánuði áður fékk hún heldur neikvæða athygli þegar hún „mömmu-smánaði“ 25 ára gamla söngkonu, Söru Beth Liebe sem á endanum yfirgaf þáttinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup