Halda krýningarhátíð fyrir Karl III. í Reykjavík

Karl III. Bretakonungur hlakkar eflaust mikið til krýningarinnar.
Karl III. Bretakonungur hlakkar eflaust mikið til krýningarinnar. AFP

Íslendingar geta fagnað krýningardegi Karls III. Bretakonungs með breskum ríkisborgurum sem búa hér á landi því efnt verður til krýningarhátíðar í Dómkirkjunni og Iðnó næstkomandi laugardag.

Fylgst verður með beinni útsendingu frá krýningarathöfninni úr Westminster Abbey í Dómkirkjunni klukkan 9:30. Að athöfninni lokinni færir hópurinn sig yfir á Iðnó þar sem boðið verður upp á hefðbundið breskt „high tea“. 

Gaman er að segja frá því að langalangafi Karls III. var Kristján IX., konungur Íslands, en hann sótti einmitt guðsþjónustur í Dómkirkjuna í heimsóknum sínum til Íslands. Var hann fyrstur Danakonunga til að gera slíkt. 

Hægt er að kaupa miða á viðburðinn á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur sannarlega til góðmennsku í garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna mega sín. Til að komast úr sporunum þarftu að líta upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur sannarlega til góðmennsku í garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna mega sín. Til að komast úr sporunum þarftu að líta upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup