Íslendingar geta fagnað krýningardegi Karls III. Bretakonungs með breskum ríkisborgurum sem búa hér á landi því efnt verður til krýningarhátíðar í Dómkirkjunni og Iðnó næstkomandi laugardag.
Fylgst verður með beinni útsendingu frá krýningarathöfninni úr Westminster Abbey í Dómkirkjunni klukkan 9:30. Að athöfninni lokinni færir hópurinn sig yfir á Iðnó þar sem boðið verður upp á hefðbundið breskt „high tea“.
Gaman er að segja frá því að langalangafi Karls III. var Kristján IX., konungur Íslands, en hann sótti einmitt guðsþjónustur í Dómkirkjuna í heimsóknum sínum til Íslands. Var hann fyrstur Danakonunga til að gera slíkt.
Hægt er að kaupa miða á viðburðinn á tix.is.