Björk hættir við tónleika hérlendis

Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara …
Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram hérlendis í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Guðmundsdóttir ætlaði að halda tónleika í Reykjavík í júní, en tónleikunum hefur verið aflýst vegna vandamála við framleiðslu þeirra. Allir tónleikagestir munu fá miðana sína endurgreidda. 

„Upp hafa komið vandamál við framleiðslu tónleikanna sem við sjáum ekki fram á að geta leyst í tæka tíð. Við áttum okkur á því að þetta mun valda miðahöfum vonbrigðum og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í fréttatilkynningu frá Björk. 

„Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga. Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða,“ segir einnig í fréttatilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup