Forsetahjónin viðstödd krýningu Karls

Guðni og Eliza munu taka þar þátt í dagskrá vegna …
Guðni og Eliza munu taka þar þátt í dagskrá vegna krýningar Karls III. Bretakonungs. Samsett mynd

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú halda í dag til Lund­úna og taka þar þátt í dag­skrá vegna krýn­ing­ar Karls III. Breta­kon­ungs.

Dag­skrá­in hefst síðdeg­is á föstu­dag þegar kon­ung­ur býður til mót­töku í Buck­ing­ham­höll sem for­seta­hjón­in sækja. Laug­ar­dag­inn 6. maí fer krýn­ing hans svo fram í West­minster Abbey. Að krýn­ingu lok­inni býður James Clever­ly, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, gest­um til há­deg­is­verðar í Church Hou­se við De­an’s Yard í West­minster, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Meðan á dvöl hjón­anna stend­ur í London mun for­seti einnig sækja morg­un­verðar­fund um mál­efni smárra þró­un­ar­eyríkja (e. Small Is­land Develop­ing States, SIDS) í Lanca­ster Hou­se. Ísland hef­ur stutt öt­ul­lega við SIDS aðgerðaáætl­un UNESCO sem miðar að því að efla sjálf­bærni smárra þró­un­ar­eyríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell