Framleiðir fatalínu úr umframefni fataverksmiðju

Edda Gunnlaugsdóttir, stofnandi ddea, er ein þeirra sem fram koma …
Edda Gunnlaugsdóttir, stofnandi ddea, er ein þeirra sem fram koma á hátíðinni HönnunarMars en hún hófst í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Edda Gunnlaugsdóttir, stofnandi ddea, er ein þeirra sem fram koma á hátíðinni HönnunarMars en hún hófst í gær.

Edda verður með pop-up-markað fyrir sína vöru í versluninni GK Reykjavík, Hafnartorgi, meðan á hátíðinni stendur. Opnunarhóf viðburðarins verður á morgun, föstudag, milli klukkan 17 og 19. Á pop-upinu verður nýjasta lína ddea kynnt.

Edda stofnaði ddea árið 2022 en hún er lærður fata- og textílhönnuður frá University of the Arts London – London College of Fashion.

Aðspurð segist Edda sækja innblástur í vörur sínar meðal annars frá þeim tíma sem hún bjó í London, en þar rölti hún mikið milli svonefndra vintage-búða og velti fyrir sér hvað henni fyndist flott og hvað yrði áfram í tísku. Út frá því mótaði hún síðar hugmyndir sínar.

Í kjölfarið langaði hana til þess að framleiða eigin fatalínu. Edda leggur áherslu á góð og vönduð efni með áherslu á að flíkurnar séu notaðar aftur og aftur. Flíkurnar eru þó framleiddar úr umframefnum og því koma vörurnar í mjög takmörkuðu upplagi. Þó sniðin séu notuð aftur og aftur þá eru jafnvel einungis framleiddir þrír kjólar úr sama efni.

Það getur því verið áhugavert að kíkja við og skoða þær ýmsu flíkur sem í boði verða á hátíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup