Steinunn Björk Bragadóttir
Miðasala hófst í morgun á tónleika Daða Freys sem haldnir eru í Liverpool hinn 10. maí næstkomandi. Salan stóð þó ekki lengi yfir því uppselt varð á nokkrum mínútum.
Stutt er síðan tilkynnt var að Daði myndi koma fram á úrslitakvöldi Eurovision og ákvað hann að nýta sér tækifærið og halda sína eigin tónleika í Bítlaborginni sjálfri. Eurovisionþema er á tónleikunum en Daði mun einungis spila sínar útgáfur af bæði klassískum og nýjum Eurovisionslögurum.
Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir Daða, en þeir 250 miðar sem í boði voru seldust upp á aðeins nokkrum mínútum og komast því mun færri að en vildu á þessa Eurovision-veislu.