Taylor Swift komin með nýjan elskhuga

Tónlistarkonan Taylor Swift er sögð hafa fundið ástina á ný …
Tónlistarkonan Taylor Swift er sögð hafa fundið ástina á ný eftir sambandsslit sín við leikarann Joe Alwyn. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift og 1975-söngvarinn Matty Healy eru sögð vera að stinga saman nefjum. 

Heimildamaður The Sun segir parið nú þegar vera „brjálæðislega ástfangið“ þrátt fyrir að hafa verið saman í minna en tvo mánuði. Þá eru Swift og Healy sögð hafa verið saman fyrir tæpum 10 árum síðan, en sambandið hafi þó ekki enst lengi.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Swift og fyrrverandi kærasti hennar til sex ára, leikarinn Joe Alwyn, væru hætt saman. Heimildamaður Sun heldur því þó fram að parið hafi í raun hætt saman í febrúar og því tengist rómantík Swift og Healy sambandsslitunum ekki.

Þá kemur fram á vef Page Six að parið sé tilbúið að opinbera rómantík sína og ætli að gera það næstu helgi á Era's Tour-sýningu Swift í Nashville í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir