Tónlistarkonan Taylor Swift og 1975-söngvarinn Matty Healy eru sögð vera að stinga saman nefjum.
Heimildamaður The Sun segir parið nú þegar vera „brjálæðislega ástfangið“ þrátt fyrir að hafa verið saman í minna en tvo mánuði. Þá eru Swift og Healy sögð hafa verið saman fyrir tæpum 10 árum síðan, en sambandið hafi þó ekki enst lengi.
Greint var frá því í síðasta mánuði að Swift og fyrrverandi kærasti hennar til sex ára, leikarinn Joe Alwyn, væru hætt saman. Heimildamaður Sun heldur því þó fram að parið hafi í raun hætt saman í febrúar og því tengist rómantík Swift og Healy sambandsslitunum ekki.
Þá kemur fram á vef Page Six að parið sé tilbúið að opinbera rómantík sína og ætli að gera það næstu helgi á Era's Tour-sýningu Swift í Nashville í Bandaríkjunum.