Það hefur lítið farið fyrir leikkonunni Meg Ryan síðustu misseri og hefur hún ekki verið mynduð opinberlega frá því í nóvember í fyrra. Á miðvikudaginn mætti Ryan á frumsýningu nýrrar heimildarmyndar og þótti mörgum leikkonan nánast óþekkjanleg.
Bandaríska leikkonan heillaði heiminn á níunda og tíunda áratug 20. aldar með leik sínum í kvikmyndum á borð við Sleepless in Seattle, When Harry Met Sally, You've Got Mail og When a Man Loves a Woman. Hún mætti í Lincoln Center til þess að styðja vin sinn Michael J. Fox og nýju heimildarmynd hans, Still.
Ryan, sem er 61 árs gömul, stillti sér upp og brosti sínu breiðasta á myndum með góðvinum sínum, þar á meðal Bill Murray og Elvis Costello. Mörgum brá í brún yfir breyttu útliti leikkonunnar og fóru eldheitar umræður brátt af stað á samfélagsmiðlum.
„Wtf hefur Meg Ryan gert við andlitið á sér?“ skrifaði einn áhyggjufullur aðdáandi á meðan annar tístaði: „Er þetta Meg Ryan, í dag? WTF, gerðist? Kristur...“
Margir kenndu lýtaaðgerðum og botox-sprautum um breytt útlit stjörnunnar á meðan aðrir komu Ryan til varnar og skrifuðu: „Allir eldast. Vinsamlegast róið ykkur!“
‘Unrecognizable’ Meg Ryan inspires trolls in rare outing: ‘Lay off the filler’ https://t.co/fc2eHHNex7 pic.twitter.com/IqaOjXXV34
— New York Post (@nypost) May 5, 2023