Óþekkjanleg eftir 6 mánuði fjarri sviðsljósinu

Meg Ryan hefur lengi verið þekkt fyrir ómælda útgeislun og …
Meg Ryan hefur lengi verið þekkt fyrir ómælda útgeislun og frábæran húmor. Samsett mynd

Það hefur lítið farið fyrir leikkonunni Meg Ryan síðustu misseri og hefur hún ekki verið mynduð opinberlega frá því í nóvember í fyrra. Á miðvikudaginn mætti Ryan á frumsýningu nýrrar heimildarmyndar og þótti mörgum leikkonan nánast óþekkjanleg. 

Bandaríska leikkonan heillaði heiminn á níunda og tíunda áratug 20. aldar með leik sínum í kvikmyndum á borð við Sleepless in Seattle, When Harry Met Sally, You've Got Mail og When a Man Loves a Woman. Hún mætti í Lincoln Center til þess að styðja vin sinn Michael J. Fox og nýju heimildarmynd hans, Still.

„Er þetta Meg Ryan, í dag?“

Ryan, sem er 61 árs gömul, stillti sér upp og brosti sínu breiðasta á myndum með góðvinum sínum, þar á meðal Bill Murray og Elvis Costello. Mörgum brá í brún yfir breyttu útliti leikkonunnar og fóru eldheitar umræður brátt af stað á samfélagsmiðlum. 

„Wtf hefur Meg Ryan gert við andlitið á sér?“ skrifaði einn áhyggjufullur aðdáandi á meðan annar tístaði: „Er þetta Meg Ryan, í dag? WTF, gerðist? Kristur...“

Margir kenndu lýtaaðgerðum og botox-sprautum um breytt útlit stjörnunnar á meðan aðrir komu Ryan til varnar og skrifuðu: „Allir eldast. Vinsamlegast róið ykkur!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson