Ofurfyrirsætan Paulina Porizkova kom aðdáendum sínum verulega á óvart þegar hún deildi mynd af sér með huldumanni fyrir rúmri viku síðan. Hún hefur nú svipt hulunni af nýja elskhuganum, en sá heppni heitir Jeff Greenstein.
Greenstein er sjónvarpshöfundur og framleiðandi, en fram kemur í nýrri færslu Porizkova að parið hafi nú verið saman í þrjá mánuði. Með færslunni birti hún mynd af þeim deila kossi fyrur framan Eiffel-turninn í París.
„Þrír mánuðir af hlátri, kossum, stríðni, ást og kjánaskap, fagnað á fáránlegasta hátt í rómantískustu borg heims,“ skrifaði fyrirsætan í færsluna og þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.