Sýnt verður beint frá krýningu Karls III. Bretlandskonungs hér á mbl.is. Sjötíu ár verða liðin frá því að krýningarathöfn fór síðast fram, en það var krýning Elísabetar árið 1953.
Skrúðgangan frá Buckinghamhöll til Westminster Abbey hefst klukkan 09:20 en athöfnin sjálf hefst klukkan 10 að íslenskum tíma. Talið er að viðburðinum ljúki á milli klukkan 13 og 14 þegar kóngur og drottning birtast á svölum Buckingham hallar.
Bein lýsing frá krýningunni:
Þegar krýningin fer fram verða átta mánuðir liðnir fá andláti Elísabetar II. Athöfninni er ætlað að endurspegla sögu konungdæmisins, hefðir þess og stöðu þess í nútímasamfélagi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá bresku hirðinni.