Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision fór svo sannarlega alla leið í fótboltaborginni Liverpool síðdegis í dag þegar hún klæddi sig í búning fótboltaliðsins Liverpool og skellti sér í bæinn.
Diljá lét stuttbuxur, treyju og sokka ekki duga heldur fór líka í takkaskó.
Liverpool átti heimaleik í dag gegn Brentford á Anfield og því margir í treyju í bænum.