Límd við sjónvarpið frá klukkan sjö í morgun

Hið íslenska Royalistafélag kom saman klukkan sjö í morgun til …
Hið íslenska Royalistafélag kom saman klukkan sjö í morgun til að fylgjast með krýningunni. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum límd við sjónvarpsskjáinn og mikil stemming. Fólk var mætt hér upp úr sjö í morgun til að fylgjast með útsendingunni. Hér eru allir prúðbúnir í sínu fínasta pússi og veitingar í anda Breta.“

Þetta segir Albert Eiríksson, matarbloggari og hluti af hinu íslenska Royalistafélagi um veislu sem félagið heldur núna í tilefni krýningu Karls III. Bretakonungs. 

Hver og einn með sitt eigið innlegg

Íslenska Royalistafélagið kemur saman í hvert skipti sem stórviðburður fer fram hjá bresku konungsfjölskyldunni og fylgjast þau nú spennt með fyrstu krýningunni í Bretlandi í 70 ár.

Að sögn Alberts eru allir viðstaddir afskaplega fróðir um konungsfjölskylduna og er hver og einn með sitt eigið innlegg um það sem birtist á skjánum. Albert segir dagskrána mjög skemmtilega og að allir séu sérfróðir á sínum sviðum. 

„Það er gaman að sjá hvað þetta er vel skipulagt og gengur vel og allir rólegir,“ segir Albert sem fagnar því að ekkert óvænt hafi komið upp á enn sem komið er. 

Ýmsir réttir eru í boði í veislunni en Albert segir …
Ýmsir réttir eru í boði í veislunni en Albert segir réttina vera í anda Breta. Ljósmynd/Aðsend

Eðlilegt að Lýðveldissinnar minni á sig

Eins og greint hefur verið frá hafa þó nokkrir mótmælendur og meðlimir samtakanna Lýðveldið sem eru andsnúin breska konungsveldinu verið handteknir í morgun. Þau voru handtekin fyrir að undirbúa mótmæli þar sem skrúðganga var farin frá Buckingham-höll til Westminster Abbey í tilefni krýningu Karl III. Bretakonungs.

Albert segir það eðlilegt að Lýðveldissinnar minni á sig á degi sem þessum.

„Þetta er tækifæri fyrir þá að minna á sig. Við verðum þó að hafa í huga að langstærsti hluti þjóðarinnar vill hafa þetta óbreytt og þau konungshjónin eru óhemju vinsæl. Svo má ekki gleyma að þau eru engin unglömb og eru bæði á áttræðisaldri.“

Líklega er þá styttra í næstu krýningarathöfn en þessi 70 ár sem eru liðin frá þeirri síðustu og segir Albert þetta vera góða æfingu fyrir Vilhjálm Bretaprins og Katrínu sem fylgjast spennt með, að sögn Alberts. 

Íslenska Royalistafélagið.
Íslenska Royalistafélagið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson