Ása Ástardóttir hafnaði í þriðja sæti í þýsku Biggest Loser-keppninni, Leben leicht Gemacht. Úrslitaþátturinn var sýndur þar í landi í dag.
Ása missti 38,12% af líkamsþyngd sinni, sem var 117,8 kílógrömm í upphafi þáttanna.
Í fyrsta sæti varð Valentina sem missti 47,82% af líkamsþyngd sinni. Í öðru sæti varð Daniel sem missti 45,95%.
Á eftir Ásu var Manuela í fjórða sæti sem tapaði 36,42% af líkamsþyngd sinni í þáttunum.