„Margir þora ekki að taka þátt“

Birgitta Haukdal.
Birgitta Haukdal. mbl.is/Arnþór

„Ég væri ekki hér að tala við þig um allt sem ég hef gert ef ég hefði ekki tekið þátt í keppni og tapað og mætt aftur og tapað og mætt aftur og unnið,“ segir tónlistarkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal í nýjasta hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Einmitt. 

Sex ára Birgitta vildi keppa í Eurovision

Birgitta hefur alls fjórum sinnum tekið þátt í undankeppni Eurovision hér á landi og unnið einu sinni með flutningi á laginu „Open Your Heart" fyrir nákvæmlega 20 árum. Þegar hún var sex ára að horfa á hina belgísku Söndru Kim í sjónvarpinu sigra árið 1986 sagði hún við foreldra sína: „Þetta gæti ég hugsað mér að gera einhvern tímann.“

Margir þora ekki að taka þátt 

 „Lífið tekur mann stundum eitthvert og mér hefur aldrei þótt ég vera tapsár eða verið leið yfir að hafa ekki unnið. Ég hef þrisvar tekið þátt í undankeppni Eurovision eftir að ég fór út fyrir Íslands hönd. Margir þora ekki að taka þátt í keppninni því þeir halda að það sé vont fyrir bransann að tapa, en það er bara ekki þannig. Ég fer alltaf stolt og ánægð heim. Þetta snýst um að gera flotta tónlist, vera stolt af því og öðlast reynslu,” segir Birgitta.

Tekur verkefnin á sínum forsendum

Tónlistin hefur alltaf verið hluti af Birgittu en eftir að hún varð upptekin fjölskyldumanneskja með fleiri bolta á lofti leyfir hún sér oftar að segja nei við beiðnum um verkefni. „Ég geri það á mínum forsendum þegar mig langar. Ég vanda mig alltaf og vil virkilega hafa hjartað í það þegar ég kem fram. Ég er svo lánsöm að geta spilað þetta svona í dag,” bætir hún við.

Ekki verið verðlaunuð sem best klædda konan

Þau Einar ræða um kjaftasögur og álit annarra og Birgitta segir að það hafi aldrei skipt hana miklu máli hvað öðrum hafi fundist þótt eitthvað hafi einhvern tímann sært. Hún velur t.a.m. að vera í buxum á sviði þótt einhverjir hafi viljað sjá hana í kjól. „Ef við erum öll að elta tískustrauma þá er okkur í raun ekki sama. Ég hef aldrei fengið verðlaun fyrir að vera best klædda konan,“ segir Birgitta og skellir upp úr. 


   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir