Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er í miklu Eurovision-stuði. Klopp segir í myndbandi á samfélagsmiðlum félagsins að Þjóðverjar séu yfirleitt bara „farþegar“ í keppninni en kveðst glaður að fá að vera með í að vera miðpunktur athyglinnar í ár.
Klopp hvetur aðdáendur til að leggja leið sína til borgarinnar þó það sé aðeins til að njóta stemningarinnar í borginni þessa Eurovision-viku.
Stjórinn gaf ekkert upp um hvaða land hann ætlaði að kjósa í keppninni. Diljá gæti þó hafa tryggt Íslandi eitt atkvæði frá Klopp með uppátæki helgarinnar.