Eurovision-æði í Finnlandi

Steinkarlarnir á framhlið aðallestarstöðvar Helsinkiborgar eru í Eurovisionstuði.
Steinkarlarnir á framhlið aðallestarstöðvar Helsinkiborgar eru í Eurovisionstuði. Skjáskot/Svenska YLE

Finnar eru yfir sig spenntir yfir komandi Eurovision-keppni enda er þeim spáð mjög góðu gengi. Á dögunum var aðallestarstöðin í Helsinki skreytt í anda keppanda þeirra Käärijäs.

Steinmennirnir fjórir sem prýða framhlið aðallestarstöðvarinnar í Helsinki hafa verið klæddir í grænar flíkur líkt og Käärijä klæddist í undankeppninni þar í landi og mun klæðast í fyrri undankeppninni á morgun.

Þurfti 50 metra af grænu efni og tók það fjórar saumakonur nokkrar vikur að útbúa skreytingarnar. Steinkarlarnir munu klæðast flíkunum út vikuna og ef Finnlandi tekst að vinna keppnina fá þeir að klæðast þeim aðeins lengur.

Steinkarlarnir eru verk myndhöggvarans Emils Wikströms og eru frá 1914. Hafa þeir síðan skreytt stöðvarhúsið í Helsinki. Stytturnar hafa oft þurft að endurspegla það sem er að gerast í samfélaginu og í seinni tíð hafa þær meðal annars hvatt íbúa til að vera með andlitsgrímu og láta bólusetja sig.

Finnski keppandinn Käärijä á sinni annarri æfingu fyrir Eurovision.
Finnski keppandinn Käärijä á sinni annarri æfingu fyrir Eurovision. EBU/Sarah Louise Bennett
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar