Steinunn Björk Bragadóttir
skrifar frá Liverpool
Veðbankar voru með tíu af tíu rétt í spá sinni um hvaða lönd myndu komast áfram í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fór í kvöld.
Þetta er ekki góðs viti fyrir Íslendinga þar sem framlagi Íslands, sem flutt er af Diljá Pétursdóttur, er ekki spáð áfram í seinni undankeppninni sem fram fer næstkomandi fimmtudag.
Ekki er þó alltaf hægt að treysta á veðbankaspár en í fyrra var Íslandi ekki spáð áfram en Systur stigu samt sem áður á svið í úrslitunum árið 2022.