Tom Cruise heitur fyrir Shakiru

Leikarinn Tom Cruise virðist vera afar heitur fyrir poppdívunni Shakiru.
Leikarinn Tom Cruise virðist vera afar heitur fyrir poppdívunni Shakiru. AFP

Leikarinn Tom Cruise er sagður vera heitur fyrir poppdívunni Shakiru sem varð nýlega einhleyp, en þau hittust á Formúlu 1 kappakstrinum í Miami í Flórída síðastliðna helgi. 

Heimildarmaður Page Six segir neista hafa kviknað á milli Cruise og Shakiru í Miami, en þau virtust eyða þó nokkrum tíma saman og voru meðal annars mynduð saman. Þá er Cruise sagður hafa sent söngkonunni blóm eftir helgina.

„Hann hefur mikinn áhuga á henni. Shakira þarf mjúkan kodda til að falla á, og það gæti verið Tom,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að Cruise væri myndarlegur og hæfileikaríkur maður.

Shakira og Tom Cruise voru mynduð saman á Formúlu 1.
Shakira og Tom Cruise voru mynduð saman á Formúlu 1. AFP

Sambandsslit og dómsmál

Shakira hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðasta ár, en í júní síðastliðnum sagði hún skilið við fyrrverandi eiginmann sinn til 12 ára, knattspyrnumanninn Gerard Piqué eftir meint framhjáhald.

Mánuði síðar var Shakiru skipað að mæta fyrir dómstóla eftir að spænsk stjórnvöld ákærðu söngkonuna fyrir að hafa ekki greitt skatt af tekjum sínum á árunum 2012 til 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka