Ísland komst því miður ekki áfram í Eurovision söngvakeppninni í kvöld en ef marka má færslur Íslendinga á samfélagsmiðlum voru þeir stoltir af Diljá Pétursdóttur eftir glæsilega frammistöðu á sviðinu í Liverpool.
Við sátum hér á mínu heimili dáleidd og agndofa yfir Diljá á sviðinu. Þvílíkt undur sem þessi stelpa er, skítt með að komast áfram #12stig
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 11, 2023
Diljá var algjör negla hvað er í gangi #12stig
— valakreynis💙💛 (@valakreynis1) May 11, 2023
Súrt var það. 🥺. Enn Diljá var geggjuð og átti að sjálfsögðu að vera inni. Takk Diljá fyrir þetta geggjaða atriði. #12stig
— Stefán Steindórs (@stebbisteindors) May 11, 2023
Neeeeeeeeeeeeeeei vá hvað ég er vonsvikin, Diljá var sturlað flott! Stolt af henni 🇮🇸 #12stig
— Berglind Ragnars 🇺🇦🇵🇸 (@BerglindRagg) May 11, 2023
En sumir tóku fréttunum aðeins verr en aðrir, meðal annars fjölmiðlakonan Edda Falak.
Jæja þá sendi maður bara Gunna Nelson a Eurovision #12stig
— Edda Falak (@eddafalak) May 11, 2023
Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur, fór hörðum orðum um keppnina.
Prumpóvisjón. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 11, 2023
Lenya Rún Taha Karim, varaþingkona Pírata, leggur til að Ísland hætti að taka þátt í keppninni.
we were robbed #12stig pic.twitter.com/9m8PJRCkMU
— Lenya Rún (@Lenyarun) May 11, 2023
Þá er bara að cancela þessum leiðtogafundi og gerast stjarnan í Ameríska fánanum. #12stig
— Daniel Scheving 🇺🇦 🇮🇸 (@dscheving) May 11, 2023
Ég þegar Diljá komst ekki áfram #12stig
— fannarapi (@fannarapi) May 11, 2023
pic.twitter.com/orNp9789du
Ég skammast mín fyrir að vera evrópubúi. #12stig
— Fannar (@GFannarS) May 11, 2023
Einhverjir kjósa þó að líta á björtu hliðarnar.
Það er huggun harmi gegn að Danir hafi ekki heldur komist áfram. #12stig
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 11, 2023