Stærsti skandall Eurovision: Hatari og fáninn

Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara, snýr aftur á skjá Eurovision í …
Einar Stefánsson, liðsmaður Hatara, snýr aftur á skjá Eurovision í kvöld. Samsett mynd

Eurovision-söngvakeppnin er ekki bara söngur og gleði eins og sagan hefur kennt okkur. Eitt og annað hefur sannarlega komið upp á. Þar höfum við Íslendingar ekki verið saklausir og eigum sennilega einn stærsta skandal keppninnar í seinni tíð þegar liðsmenn Hatara veifuðu fána Palestínu á keppninni í Ísrael 2019.

Það má segja að þakið hafi ætlað af höllinni í Tel Aviv þegar liðsmenn Hatara veifuðu fánanum þegar þeir fengu stig.

Athæfið hafði sínar afleiðingar og Ríkisútvarpið þurfti að greiða sekt vegna hans. Hatara hefur þó ekki verið úthýst af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) því liðsmaður sveitarinnar, Einar Stefánsson, mun kynna stig Íslands í kvöld.

Hvort eitthvað óvænt muni gerast í kvöld þegar Einar kynnir stig Íslands á úrslitakvöldi Eurovision verður að koma í ljós, en æfingin í dag gekk hratt og örugglega fyrir sig og fáni Palestínu hvergi sjáanlegur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir