Eurovision-söngvakeppnin í Liverpool í gærkvöldi sló öll met og hlaut mesta áhorf í sögu keppninnar samkvæmt BBC.
Meðaláhorf yfir allt kvöldið var 9,9 milljónir, en 11 milljónir manns horfðu á í sögulegu fimm mínútna hámarksáhorfi. Til samanburðar var áhorf keppninnar í Tórínó á Ítalíu í fyrra 8,9 milljónir.
✨ The Eurovision Song Contest 2023 Grand Final scores douze points for the BBC as it becomes the most watched Grand Final ever!
— BBC Press Office (@bbcpress) May 14, 2023
The final saw a 5 minute peak of 11 million, average of 9.9 million and share of 63%. pic.twitter.com/Zcbk8MfOB3
Keppni gærkvöldsins sló áhorfsmet frá árinu 2011, en þá var keppnin haldin í Dusseldorf í Þýskalandi og hlaut 9,5 milljóna meðaláhorf. Aserbaísjan bar sigur úr býtum það árið með lagið Running Scared, en framlag Íslands það árið var Aftur heim með Vinum Sjonna.
Loreen, keppandi Svíþjóðar, vann keppnina í annað sinn með lagið Tattoo, í ár en hún bar einnig sigur úr býtum árið 2012 í Baku með lagið Euphoria.