Mesta áhorf allra tíma

Eurovision söngvakeppnin í Liverpool hlaut mesta áhorf í sögu keppninnar.
Eurovision söngvakeppnin í Liverpool hlaut mesta áhorf í sögu keppninnar. AFP

Eurovision-söngvakeppnin í Liverpool í gærkvöldi sló öll met og hlaut mesta áhorf í sögu keppninnar samkvæmt BBC. 

Meðaláhorf yfir allt kvöldið var 9,9 milljónir, en 11 milljónir manns horfðu á í sögulegu fimm mínútna hámarksáhorfi. Til samanburðar var áhorf keppninnar í Tórínó á Ítalíu í fyrra 8,9 milljónir.

Keppni gærkvöldsins sló áhorfsmet frá árinu 2011, en þá var keppnin haldin í Dusseldorf í Þýskalandi og hlaut 9,5 milljóna meðaláhorf. Aserbaísjan bar sigur úr býtum það árið með lagið Running Scared, en framlag Íslands það árið var Aftur heim með Vinum Sjonna.

Loreen, keppandi Svíþjóðar, vann keppnina í annað sinn með lagið Tattoo, í ár en hún bar einnig sigur úr býtum árið 2012 í Baku með lagið Euphoria. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar