Sögulegur sigur Svía

Með sigri sínum skrifaði Loreen nafn sitt í Eurovision-sögubækurnar.
Með sigri sínum skrifaði Loreen nafn sitt í Eurovision-sögubækurnar. AFP/Oli Scarff

Söngkonan Loreen er fyrsta konan til að sigra Eurovision-keppnina tvisvar sinnum, en hinn írski Johnny Logan hafði þangað til í kvöld verið sá eini til að vinna keppnina oftar en einu sinni.

Logan sigraði keppnina árið 1980 með lagið What's Another Year og aftur árið 1987 með lagið Hold Me Now. Logan samdi svo sigurlag Íra árið 1992, Why Me, sem flutt var af Lindu Martin.

Hafa jafnað met Íra

Sigur Loreen var einnig sögulegur að því leyti að nú hafa Svíar jafnað met Íra yfir flesta sigra í keppninni. Þjóðirnar tvær eru núna með sjö sigra hvor um sig. Írar hafa þó ekki unnið keppnina síðan árið 1996 en Svíar hafa nú unnið þrisvar sinnum síðan um aldamótin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar