Loreen og Ólafur ýja að samstarfi

Ólafur og Loreen ýja að samstarfi.
Ólafur og Loreen ýja að samstarfi. Samsett mynd

Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndbroti úr viðtali blaðamanns mbl.is við söngkonuna Loreen á Twitter. Í viðtalinu kvaðst Loreen vera á leið til Íslands eftir keppnina til að vinna með tónlistarmanni að nafni Ólafur, en gaf þó ekki upp fullt nafn listamannsins. 

Við twitterfærslu sína skrifaði Ólafur: „Hvað er Loreen að gera eftir þetta, spyrjið þið?“ 

Söngkonan Loreen vann Eurovision-söngvakeppnina á laugardaginn sl. en hún greindi frá því í viðtali fyrir úrslit keppninnar, að hún væri á leið til Íslands eftir Eurovision. Tilgangur ferðarinnar væri samstarf við íslenskan listamann, en hún sagðist einnig telja sig hafa verið Íslending í fyrra lífi.

„Ég er að fljúga til Íslands til að vinna með íslenskum tónlistarmanni og framleiðanda, en ég ætla ekki að segja ykkur hver hann er,“ sagði hún glettnislega.

Loreen virðist þó ekki hafa getað setið á sér, en hún bætti strax við „hann byrjar á Ólafur“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup