Charlize Theron komin með nýjan kærasta

Charlize Theron komin á fast með fyrirsætu.
Charlize Theron komin á fast með fyrirsætu. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Alex Dimitrijevic og er fyrirsæta. 

„Theron og Dimitrijevic hafa verið að hittast í nokkra mánuði núna,“ segir heimildarmaður Us Weekly. Sambandið er enn á byrjunarstigi en er að þróast í rétta átt enda líst parinu mjög vel á hvort annað. 

Theron sagði í viðtali í The Drew Barrymore Show frá árinu 2020 að hún væri opin fyrir því að verða ástfangin á ný en að hún væri hamingjusöm og sátt og ef hún ætti að byrja með einhverjum þyrfti sá að betrumbæta stöðuna.

Samkvæmt heimildarmönnum er Dimitrijevic að gera nákvæmlega það enda afslappaður og tilgerðarlaus og alveg maður til þess að heilla Theron upp úr skónum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar