Flytja loksins inn saman

Matt Bolton og Colleen Reed tóku þátt í þriðju þáttaröðinni …
Matt Bolton og Colleen Reed tóku þátt í þriðju þáttaröðinni af Love is Blind. Samsett mynd

Love Is Blind-parið Matt Bolton og Colleen Reed ætla loksins að flytja inn saman, tveimur árum eftir brúðkaup sitt. 

Reed tilkynnti um flutningana í hlaðvarpsþættinum Out of the Pods, sem stjórnað er af fyrrum Love Is Blind þátttakendunum Deepti Vempati og Natalie Le, síðastliðinn mánudag. Sagði Reed að parið hefði ekki efni á því að kaupa sér hús og því muni þau byrja á því að leigja sér íbúð í Dallas.

Mikla athygli hefur vakið á meðal aðdáenda raunveruleikaþáttanna að parið hafi ekki búið saman síðan þau giftu sig og hafa margir velt því fyrir sér hvort sambandið sé í raun raunverulegt.

Í endurfundaþætti þriðju þáttaraðarinnar af Love Is Blind sagði Reed að þau hafi ákveðið að búa hvort í sínu lagi vegna þess að þau væri með hvor sinn leigusamninginn sem erfitt væri að losna undan. Því hafi ákvörðunin verið tekin með fjárhagsleg þægindi í huga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar