Harry og Meghan veitt eftirför

Harry og Meghan lentu í óskemmtilegri reynslu eftir verðlaunaafhendingu. Minnstu …
Harry og Meghan lentu í óskemmtilegri reynslu eftir verðlaunaafhendingu. Minnstu munaði að illa færi. AFP

Fjölmiðlamenn veittu Harry og Meghan eftirför í New York-borg í gær, þriðjudag, og minnstu munaði að illa færi.

Um var að ræða tveggja klukkustunda bílaeltingaleik og oft munaði litlu að alvarlegur árekstur yrði.

Harry og Meghan voru í bíl ásamt móður Meghan, Doriu Ragland. Þau voru á leiðinni af viðburði í New York þar sem Meghan tók á móti Woman of Vision verðlaununum fyrir starf sitt í þágu valdeflingar kvenna.

„Þetta var miskunnarlaus eltingarleikur sem varði í rúmar tvær klukkustundir. Oft munaði minnstu að alvarlegur árekstur yrði. Þá stóð gangandi vegfarendum og öðrum ökumönnum mikil ógn af,“ sagði talsmaður Harry og Meghan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar