Fjölmiðlamenn veittu Harry og Meghan eftirför í New York-borg í gær, þriðjudag, og minnstu munaði að illa færi.
Um var að ræða tveggja klukkustunda bílaeltingaleik og oft munaði litlu að alvarlegur árekstur yrði.
Harry og Meghan voru í bíl ásamt móður Meghan, Doriu Ragland. Þau voru á leiðinni af viðburði í New York þar sem Meghan tók á móti Woman of Vision verðlaununum fyrir starf sitt í þágu valdeflingar kvenna.
„Þetta var miskunnarlaus eltingarleikur sem varði í rúmar tvær klukkustundir. Oft munaði minnstu að alvarlegur árekstur yrði. Þá stóð gangandi vegfarendum og öðrum ökumönnum mikil ógn af,“ sagði talsmaður Harry og Meghan.