„Viðbjóðslega illa skrifaður skáldskapur“

Depp í Cannes.
Depp í Cannes. AFP/Valery Hache

Banda­ríski leik­ar­inn Johnny Depp seg­ir all­ar frétt­ir sem skrifaðar hafa verið um hann síðasta árið vera viðbjóðslega illa skrifaðan skáld­skap. Depp er nú á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es þar sem kvik­mynd hans Je­anne du Barry var frum­sýnd. 

Depp ræddi við fjöl­miðla í dag. 

„Finnst mér ég hafa verið sniðgeng­inn núna? Nei, því ég hugsa ekki um Hollywood, ég hef enga þörf fyr­ir Hollywood,“ sagði Depp. 

Hann sagði að það væru und­ar­leg­ir tím­ar, þar sem all­ir þyrftu að haga sér á ákveðinn hátt. „Ef þú vilt lifa lífi þínu þannig segi ég bara gangi þér vel. Ég verð hinum meg­in,“ sagði Depp. 

Depp naut mikilla vinsælda í Cannes í gær.
Depp naut mik­illa vin­sælda í Cann­es í gær. AFP/​Melo Mor­eira

Hlaut hlýj­ar mót­tök­ur

Depp vann meiðyrðamál gegn fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Am­ber Heard, á síðasta ári. Höfðaði hann mál gegn henni fyr­ir að ýja að því í pistli að hún væri þolandi heim­il­isof­beld­is. 

Missti hann hlut­verk sitt í Harry Potter-kvik­mynd­un­um Fant­astic Be­asts eft­ir að Heard steig fram. 

Depp hlaut hlýj­ar mót­tök­ur í Cann­es í gær og tóku fjöldi aðdá­enda mynd­ir af hon­um og með hon­um. 

Fjöldi aðdáenda vildi taka mynd af sér með honum.
Fjöldi aðdá­enda vildi taka mynd af sér með hon­um. AFP/​Pat­ricia Mor­eira
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka