„Viðbjóðslega illa skrifaður skáldskapur“

Depp í Cannes.
Depp í Cannes. AFP/Valery Hache

Bandaríski leikarinn Johnny Depp segir allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um hann síðasta árið vera viðbjóðslega illa skrifaðan skáldskap. Depp er nú á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem kvikmynd hans Jeanne du Barry var frumsýnd. 

Depp ræddi við fjölmiðla í dag. 

„Finnst mér ég hafa verið sniðgenginn núna? Nei, því ég hugsa ekki um Hollywood, ég hef enga þörf fyrir Hollywood,“ sagði Depp. 

Hann sagði að það væru undarlegir tímar, þar sem allir þyrftu að haga sér á ákveðinn hátt. „Ef þú vilt lifa lífi þínu þannig segi ég bara gangi þér vel. Ég verð hinum megin,“ sagði Depp. 

Depp naut mikilla vinsælda í Cannes í gær.
Depp naut mikilla vinsælda í Cannes í gær. AFP/Melo Moreira

Hlaut hlýjar móttökur

Depp vann meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard, á síðasta ári. Höfðaði hann mál gegn henni fyrir að ýja að því í pistli að hún væri þolandi heimilisofbeldis. 

Missti hann hlutverk sitt í Harry Potter-kvikmyndunum Fantastic Beasts eftir að Heard steig fram. 

Depp hlaut hlýjar móttökur í Cannes í gær og tóku fjöldi aðdáenda myndir af honum og með honum. 

Fjöldi aðdáenda vildi taka mynd af sér með honum.
Fjöldi aðdáenda vildi taka mynd af sér með honum. AFP/Patricia Moreira
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup