Einn af ríkustu mönnum Bretlands látinn

Srichand Hinduja er látinn 87 ára að aldri.
Srichand Hinduja er látinn 87 ára að aldri. Ljósmynd/HindujaGroup

Breski auðkýfingurinn Srichand Hinduja er látinn 87 ára að aldri. Hinduja-fjölskyldan er á meðal ríkustu fjölskyldna Bretlands. 

Hinduja, sem var elstur fjögurra bræðra, lést „friðsamlega í faðmi fjölskyldu“ í gær að sögn talsmanns fjölskyldunnar. 

Í fyrra var Hinduja-fjölskyldan efst á lista Sunday Times, en blaðið birt­ir ár­lega lista yfir rík­ustu íbúa Bret­lands. 

Eignir fjölskyldunnar eru metnar á 28,4 milljarða punda, eða tæplega fimm þúsund milljarða íslenskra króna. 

Fjölskyldan fjárfestir meðal annars í olíu og gasi, bönkum og heilbrigðisþjónustu. 

Srichand Hinduja lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar