Engar áætlanir eru um að ABBA komi saman á næsta ári til að fagna því að 50 ár eru frá því að hljómsveitin sigraði Eurovision-keppnina fyrir hönd Svía, þrátt fyrir að keppnin verði haldin í Svíþjóð á næsta ári.
Kemur þetta fram í svari blaðamannafulltrúa sveitarinnar til menningardeildar sænska ríkisútvarpsins, SVT. Eftir að Svíþjóð sigraði nýliðna Eurovision-keppni hafa sprottið upp vangaveltur um hvort ABBA muni koma saman á sviði á ný þegar keppnin verður haldin í Svíþjóð á næsta ári.
Björn Ulveus kom þó óvænt fram í nýliðinni keppni í myndbandi með kveðju til keppenda kvöldsins. Þar lýsti hann því hvernig sigur ABBA í Eurovision-keppninni opnaði fyrir þeim dyrnar að heimsfrægð og þakkar keppninni fyrir að hafa komið alþjóðlegum ferli þeirra af stað.