Fær ekki að hvíla við hlið Elvis Presley

Pricilla Presley
Pricilla Presley

Beiðni Priscillu Presley, athafnakonu og fyrrverandi eiginkonu Elvis Presley, um að verða lögð til hinstu hvílu við hlið rokkstjörnunnnar hefur verið hafnað. Beiðnin kom upp í samningaviðræðum er snúa að erfðamálum dóttur fyrrverandi Presley-hjónanna, Lisu Marie Presley, sem lést snemma á árinu. 

Priscilla Presley, sem er 77 ára, bað um að fá að hvíla við hlið Elvis Presley í grafreit fjölskyldunnar á heimili hins látna söngvara, Graceland í Memphis, Tennessee, en var snögglega synjað að sögn heimildarmanna TMZ.

Grafin í Graceland

Fyrir utan sjálfan konung rokksins eiga nokkrir aðrir meðlimir Presley-fjölskyldunnar síðasta hvíldarstað sinn á Graceland-lóðinni.

Lisa Marie, sem lést hinn 12. janúar síðastliðin eftir að hafa farið í hjartastopp, var jörðuð þar við hlið sonar síns, Benjamin Keough. Hann féll fyrir eigin hendi í júlí árið 2020 aðeins 27 ára að aldri. Foreldrar Elvis Presley, Vernon og Gladys Presley, eru einnig jörðuð á lóðinni. 

Gengur frá borði með háa summu

Priscilla Presley hefur samkvæmt heimildarmönnum náð að útkljá annað er varðar erfðamál dóttur sinnar heitinnar og gengur brött frá borði með háa summu af peningum. 

„Sem fjölskylda erum við ánægð að hafa náð að leysa þetta saman. Ég og fjölskylda mín vonum að allir muni veita okkur það næði sem við þurfum til þess að halda áfram að syrgja Lisu Marie almennilega og eyða persónulegum tíma saman,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu við Page Six fyrr í vikunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar