Stal Loreen stílnum af Sæmundi?

Listamanninum Sæmundi Þór Helgasyni þykir ansi mikil líkindi á milli …
Listamanninum Sæmundi Þór Helgasyni þykir ansi mikil líkindi á milli hugverks síns og útliti Loreen í Eurovision. Samsett mynd

Söngkonan Loreen sigraði síðastliðna Eurovision-keppni fyrir hönd Svía og vakti stíll hennar mikla athygli. Strax eftir sigurinn vakti íslenski listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason athygli á líkindum á milli atriðis hennar og stuttmyndarinnar Mantis sem hann gaf út árið 2022.

Á Instagram-síðu sinni hefur Sæmundur birt nokkrar myndir þar sem hann ber Loreen á Eurovision-sviðinu og persónuna úr mynd sinni saman og sjá má að líkindin eru sláandi.

Samsett mynd skjáskota af Instagram-síðu Sæmundar.
Samsett mynd skjáskota af Instagram-síðu Sæmundar. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, birti á dögunum viðtal við Sæmund þar sem rætt var við hann um málið. Sagðist hann skilja að listafólk fái oft innblástur af verkum annarra en að þetta séu ansi mikil líkindi.

Í svari Lottu Furebäck, sem fór fyrir sænska Eurovision-hópnum, til blaðamanns SVT kemur fram að listrænt teymi Loreen hafi fengið innblástur frá marokkóskum uppruna Loreen, mótorhjólaiðnaðinum og kvikmyndum á borð við Dune. Enginn þeirra hafi séð stuttmyndina Mantis. 

Ljósmynd/Skjáskot af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir