Stal Loreen stílnum af Sæmundi?

Listamanninum Sæmundi Þór Helgasyni þykir ansi mikil líkindi á milli …
Listamanninum Sæmundi Þór Helgasyni þykir ansi mikil líkindi á milli hugverks síns og útliti Loreen í Eurovision. Samsett mynd

Söngkonan Loreen sigraði síðastliðna Eurovision-keppni fyrir hönd Svía og vakti stíll hennar mikla athygli. Strax eftir sigurinn vakti íslenski listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason athygli á líkindum á milli atriðis hennar og stuttmyndarinnar Mantis sem hann gaf út árið 2022.

Á Instagram-síðu sinni hefur Sæmundur birt nokkrar myndir þar sem hann ber Loreen á Eurovision-sviðinu og persónuna úr mynd sinni saman og sjá má að líkindin eru sláandi.

Samsett mynd skjáskota af Instagram-síðu Sæmundar.
Samsett mynd skjáskota af Instagram-síðu Sæmundar. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, birti á dögunum viðtal við Sæmund þar sem rætt var við hann um málið. Sagðist hann skilja að listafólk fái oft innblástur af verkum annarra en að þetta séu ansi mikil líkindi.

Í svari Lottu Furebäck, sem fór fyrir sænska Eurovision-hópnum, til blaðamanns SVT kemur fram að listrænt teymi Loreen hafi fengið innblástur frá marokkóskum uppruna Loreen, mótorhjólaiðnaðinum og kvikmyndum á borð við Dune. Enginn þeirra hafi séð stuttmyndina Mantis. 

Ljósmynd/Skjáskot af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir