Stefna á upplifun fyrir alla um helgina

Nýr listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Garðabæjar er Ómar Guðjónsson gítarleikari.
Nýr listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Garðabæjar er Ómar Guðjónsson gítarleikari. mbl.is

Það verður líf og fjör í Garðabæ um helgina þegar Garðatorg umbreytist í Jazzþorp. Fram koma margir af helstu djasstónlistarmönnum landsins, svo sem hljómsveitin Mezzoforte, og boðið verður upp á margvíslega skemmtun.

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin með breyttu sniði í ár en hún fer nú fram í 16. sinn. Nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, eða djassþorpsstjórinn, er Ómar Guðjónsson gítarleikari.

„Þetta er fyrsta Jazzþorpið, en það er byggt á grunni fyrri djasshátíða. Við leyfðum okkur að endurhugsa konseptið aðeins og snúa því á hvolf.“

Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

„Þetta er fjölskylduhátíð og henni er ætlað að vera upplifun fyrir alla. Það verður margt um að vera í þorpinu og hugmyndin er sú að þú getir þess vegna eytt þar öllum deginum.“

Djassdrykkir og djasskviss

Margs konar uppákomur verða í Jazzþorpinu og meðal þess sem boðið er upp á er djassljósmyndasýning, djassdrykkir og djasskviss.

Þá verður einnig djassplötubúð á staðnum, kósístofur og kaffibíll. Áhersla er lögð á að skapa notalegt andrúmsloft.

Viðtalið við Ómar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar