Tónlistarkonan Billie Eilish og Jesse Rutherford, söngvari hljómsveitarinnar The Neighborhood, eru hætt saman eftir rúmlega sex mánaða samband.
Í október síðastliðnum fóru sögusagnir á kreik um rómantík milli Eilish og Rutherfords, en þau opinberuðu samband sitt mánuði síðar þegar þau þreyttu frumraun sína á rauða dreglinum. Parið hefur vakið mikla athygli allt frá fyrsta segi, en töluverður aldursmunur er á fyrrverandi parinu og var Eilish tvítug þegar þau byrjuðu saman en Rutherford 31 árs.
Stuttu síðar birti Eilish mynd af þeim frá hrekkjavökunni þar sem hún var klædd upp sem barn og Rutherford sem gamall maður. Myndin fór öfugt ofan í aðdáendur tónlistarkonunnar sem sögðu barnagirnd ekki vera aðhlátursefni.
Fram kemur á vef Page Six að parið hafi skilið á góðum nótum og séu enn góðir vinir. Þau hafa ekki sést saman síðan á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl, en það vakti svo mikla athygli þegar Eilish mætti á Met Gala-hátíðina án Rutherfords.