Umdeilt ástarsamband Billie Eilish á enda

Billie Eilish og Jesse Rutherford mættu í heldur óhefðbundnu dressi …
Billie Eilish og Jesse Rutherford mættu í heldur óhefðbundnu dressi á fyrsta rauða dregilinn saman. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish og Jesse Rutherford, söngvari hljómsveitarinnar The Neighborhood, eru hætt saman eftir rúmlega sex mánaða samband. 

Í október síðastliðnum fóru sögusagnir á kreik um rómantík milli Eilish og Rutherfords, en þau opinberuðu samband sitt mánuði síðar þegar þau þreyttu frumraun sína á rauða dreglinum. Parið hefur vakið mikla athygli allt frá fyrsta segi, en töluverður aldursmunur er á fyrrverandi parinu og var Eilish tvítug þegar þau byrjuðu saman en Rutherford 31 árs. 

Hrekkjavökubúningurinn fór öfugt ofan í fólk

Stuttu síðar birti Eilish mynd af þeim frá hrekkjavökunni þar sem hún var klædd upp sem barn og Rutherford sem gamall maður. Myndin fór öfugt ofan í aðdáendur tónlistarkonunnar sem sögðu barnagirnd ekki vera aðhlátursefni. 

Fram kemur á vef Page Six að parið hafi skilið á góðum nótum og séu enn góðir vinir. Þau hafa ekki sést saman síðan á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í apríl, en það vakti svo mikla athygli þegar Eilish mætti á Met Gala-hátíðina án Rutherfords.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar