Segir Íslendinga hafa fundið ótrúlegt jafnvægi

Rainn Wilson segir meðal annars frá reynslu sinni af Íslendingum …
Rainn Wilson segir meðal annars frá reynslu sinni af Íslendingum við tökur á þáttunum Rainn Wil­son and the Geograp­hy of Bliss, í samtali við breska blaðið Independent. AFP/Arturo Holmes

Banda­ríski leikarinn Rainn Wilson, sem flest­ir þekkja sem Dwig­ht Schru­te úr gam­anþáttunum The Office, segir Íslendinga hafa fundið jafnvægi á milli einstaklingshyggjunnar og samfélagsins – eitthvað sem Bandaríkjamönnum hafi enn ekki tekist.

Wilson segir meðal annars frá reynslu sinni af Íslendingum við tökur á þáttunum Rainn Wil­son and the Geograp­hy of Bliss, í samtali við breska blaðið Independent. 

Wilson leitar hamingjunnar um víða veröld í þáttunum og þar á meðal hér á Íslandi. Hann syndir nakinn í íslenskum sjó, leikur við lömb, borðar ís og drekkur lýsi.

Ísland, land mótsagna

„Ísland er land mótsagna. Ég hef aldrei hitt meira einstaklingshyggjufólk en Íslendinga. Þau eru öll svo skrítin og yndisleg og áhugaverð. Á sama tíma meta þau samfélagið sitt mikils,“ segir Wilson.

„Það er ótrúlegt jafnvægi á Íslandi á milli róttækrar einstaklingshyggju og persónulegrar tjáningar auk þess að treysta samfélaginu og að finnast þau vera hluti af heildinni. Við höfum ekki enn fundið út úr þessu í Bandaríkjunum,“ segir Wilson,

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Arctic Producti­ons, í eigu Hrefnu Hagalín, leik­stjóra og fram­leiðanda og maka henn­ar, Inga Lárus­son­ar, kvik­mynda­töku­manns, fram­leiddu þættina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar