Breski rithöfundurinn Martin Amis lést úr krabbameini á heimili sínu í Flórída í Bandaríkjunum á föstudaginn.
Amis var „einn af virtustu og umtöluðustu rithöfundum síðustu 50 ára og höfundur 14 skáldsagna,“ að því er segir um hann á vefsíðu Booker-verðlaunanna.
Tilkynnt var um dauða Amis á sama degi og kvikmyndin The Zone of Interest var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin er byggð á samnefndri bók Amis frá árinu 2014.
Times of London útnefndi Amis sem einn af merkustu rithöfundunum Bretlands frá síðari heimsstyrjöldinni árið 2008.
Amis var 73 ára þegar hann lést.