Martin Amis er látinn

Mynd frá árinu 2003 af Martin Amis.
Mynd frá árinu 2003 af Martin Amis. AFP/Amanda Edwards

Breski rithöfundurinn Martin Amis lést úr krabbameini á heimili sínu í Flórída í Bandaríkjunum á föstudaginn.

Amis var „einn af virtustu og umtöluðustu rithöfundum síðustu 50 ára og höfundur 14 skáldsagna,“ að því er segir um hann á vefsíðu Booker-verðlaunanna.

Tilkynnt var um dauða Amis á sama degi og kvikmyndin The Zone of Interest var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin er byggð á samnefndri bók Amis frá árinu 2014.

Times of London útnefndi Amis sem einn af merkustu rithöfundunum Bretlands frá síðari heimsstyrjöldinni árið 2008.

Amis var 73 ára þegar hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar