Öðlaðist hugrekkið til að slíta sambandinu á Everest

Vilborg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir stóð á toppi Everest árið 2017.
Vilborg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir stóð á toppi Everest árið 2017. Ljósmynd/Facebook/Vilborg Arna

Sex ár eru síðan Vilborg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, fjallagarp­ur og pólfari, stóð á toppi Everest. Í Facebook-færslu greinir hún frá því að með afrekinu hafi hún öðlast hugrekki til að hætta með fyrrverandi kærasta sínum sem beitti hana ofbeldi. 

Í fyrra greindi Vilborg Arna frá ofbeldi af hendi fjalla­leiðsögu­manns, Tom­asz­ar Þórs Veru­son­ar, en þau voru saman í tvö ár. 

Í Facebook-færslunni segir Vilborg Arna að afrekið að hafa klifið Everest hafi markað önnur tímamót fyrir hana þar sem að þá hafi hún öðlast hugrekkið til að slíta ofbeldissambandinu. 

Vilborg Arna segir að tilfinningarússíbani hafi fylgt sambandinu og þá hafi hún þjáðst af áfallastreituröskun. 

Að lokum segir Vilborg Arna að hún velti því fyrir sér hvernig hún geti notað þessa lífsreynslu til góðs og hjálpað öðrum. „Ekki viss ennþá en vonandi kemur svarið til mín.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar