Frumsýndi nýju ástina á rauða dreglinum

Franski leikstjórinn Romain Gavras og tónlistarkonan Dua Lipa eru nýjasta …
Franski leikstjórinn Romain Gavras og tónlistarkonan Dua Lipa eru nýjasta parið í Hollywood. AFP

Íslandsvinkonan og tónlistarkonan, Dua Lipa, og franski leikstjórinn Romain Gavras eru nýjasta parið í Hollywood. Lipa er 27 ára gömul á meðan Gavras er 41 árs og því 14 ára aldursmunur á parinu.

Lipa og Gavras léku frumraun sína á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Þau voru geisluðu af gleði og voru samstíga í klæðavali. 

Gavras og Lipa voru glæsileg á rauða dreglinum, en þau …
Gavras og Lipa voru glæsileg á rauða dreglinum, en þau klæddust bæði svörtu dressi og virtust alsæl hvort með annað. AFP

Saman í Lundúnum og París

Orðrómur um rómantík Lipa og Gavras fór fyrst á flug í febrúar síðastliðnum eftir að þau sáust yfirgefa partí í Lundúnum saman. Í sama mánuði sást einnig til þeirra haldast í hendur á tískuvikunni í París að því er fram kemur á vef Page Six.

Lipa var áður með Anwar Hadid, bróður ofurfyrirsætanna Gigi og Bellu Hadid, en þau slitu sambandi sínu í ársbyrjun 2022. Síðan þá hefur ástarlíf hennar ratað í fjölmiðla, annars vegar þegar hún byrjaði að hitta grínistann Trevor Noah og hins vegar þegar hún var sögð vera heit fyrir rapparanum Jack Harlow.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan