Með enn einni Victoria's Secret-fyrirsætunni?

Eru Harry Styles og Candice Swanepoel að hittast?
Eru Harry Styles og Candice Swanepoel að hittast? Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Harry Styles og Victoria's Secret-fyrirsætan Candice Swanepoel eru sögð vera að stinga saman nefjum. 

Swanepoel er ekki fyrsta Victoria's Secret-fyrirsætan sem Styles hefur verið með, en hann hefur verið orðaður við hvorki meira né minna en sex aðrar ofurfyrirsætur sem hafa allar gengið á tískusýningunni frægu – þær Kendall Jenner, Cara Delevingne, Sara Sampaio, Georgia Fowler, Nadine Leopold og nú síðast Emily Ratajkowski.

Segir fyrirsætur vera í röðum á eftir Styles

„Harry er ein af skærustu tónlistarstjörnum heims svo það er ekki skrítið að ofurfyrirsætur séu í röðum á eftir honum,“ sagði heimildarmaður The Sun

Hann bætti við að Swanepoel sé „einn farsælasti engill Victoria's Secret“ og því væri Styles „heppinn maður“ ef honum tekst að heilla hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar