Yfir sig ástfangin af eiginmanninum eftir 26 ára hjónaband

T.v. Á brúðkaupsdaginn. T.h. Hjónin sýndu tvíleikinn Plaza Suite á …
T.v. Á brúðkaupsdaginn. T.h. Hjónin sýndu tvíleikinn Plaza Suite á Broadway árið 2022. Samsett mynd

Leikarahjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick fögnuðu ástinni um helgina, en 26 ár eru liðin frá því þau gengu í það heilaga. 

Sex and the City–leikkonan birti færslu á Instagram í tilefni dagsins þar sem hún óskaði eiginmanni sínum kærlega til hamingju með áfangann og birti skemmtilega ljósmynd af flöskutappa úr kampavínsflösku sem hjónin skáluðu í fyrr um kvöldið. 

„Til hamingju með 26 ára brúðkaupsafmælið, elsku eiginmaður minn. Þetta var aldeilis góður dagur, dýrleg kampavínsflaska og dásamlegur göngutúr heim. Ó, allir kílómetrarnir sem við höfum rölt saman. Ég elska þig, XOX, þín SJ,“ skrifaði leikkonan við færsluna.

Gifti sig í svörtu

Hjónin giftu sig hinn 19. maí árið 1997 og buðu um 100 vinum og vandamönnum í veislu. Þau komu gestum sínum þó heldur betur á óvart með brúðkaupi enda vissi enginn að slíkt stæði til. Parker klæddist svörtum síðkjól frá Morgane Le Fay í stað hins hefðbundna hvíta brúðarkjóls. 

Í dag eiga hjónin þrjú börn, soninn James Wilkie, fæddur í október 2002, og tvíburastúlkurnar Marion og Tabithu, fæddar í júní 2009, með hjálp staðgöngumóður. 

View this post on Instagram

A post shared by SJP (@sarahjessicaparker)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar