Framhjáhald varð að trúlofun

Jeff Bezos bað Lauren Sanchez um borð í nýju snekkjunni.
Jeff Bezos bað Lauren Sanchez um borð í nýju snekkjunni. AFP

Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon, og Lauren Sanchez eru trúlofuð. Í vikunni fór orðrómur á kreik um trúlofun parsins þar sem Sanchez hefur sést víða með stóran demantshring á baugfingri.

Mirror greindi fyrst frá trúlofuninni en rúmlega fimm ár eru liðin frá því að parið opinberaði samband sitt. Sagt er að Bezos hafi beðið sinnar heittelskuðu um borð í nýju 70 milljarða snekkju sinni, Koru, en parið hefur verið á eyjahoppi undanfarnar vikur og eru nú stödd í stjörnufans á Cannes-kvikmyndahátíðinni.

Sambandið hófst sem framhjáhald

Bezos og Sanchez kynntust í gegnum fyrrverandi eiginmann Sanchez, Patrick Whitesell, stjórnarformann Endeavour Group Holdings. Sanchez og Whitesell voru gift í 13 ár og skildu formlega árið 2019.

Sama ár skildi Bezos einnig við eiginkonu sína til 25 ára, Mackenzie Scott. Sagt er að Bezos og Sanchez hafi átt í ástarsambandi í átta mánuði fyrir skilnaði sína en þau opinberuðu samband sitt fljótlega þar á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar