Leikarinn Ray Stevenson er látinn

Ray Stevenson.
Ray Stevenson. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Ray Stevenson, sem lék í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð Rome, Vikings og Dexter, er látinn, 58 ára gamall.

Hann var einnig þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum um Þór og þáttaröðinni Divergent. Einnig lék hann í ýmsum breskum þáttum á borð við Band of Gold, Peak Practice og Murphy´s Law.

Ekki hefur verið greint frá því hvernig hann lést. Hann er sagður hafa verið lagður inn á sjúkrahús á meðan hann var við upptökur á kvikmyndinni Cassiono á ítölsku eyjunni Ischia, að sögn BBC.

Tilkynnt var um andlát leikarans aðeins fjórum dögum fyrir 59 ára afmæli hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar