Momoa mótfallinn hvalveiðum Íslendinga

Jason Momoa.
Jason Momoa. AFP

Hollywood-leikarinn Jason Momoa hvetur fólk til þess að taka þátt undirskriftasöfnun þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt.

Færsla hans hefur hlotið yfir 32 þúsund like á Instagram.

Í undirskriftasöfnuninni, sem hófst hér á landi, eru íslensk stjórnvöld hvött til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf.

„Þegar hvalveiðileyfi það sem gefið var út til Hvals ehf. 2009 er skoðað eru skýr skilyrði um að fylgja þurfi lögum og reglum ella hafi ráðherra heimild til að afturkalla leyfið. Katrín Oddsdóttir lögmaður fer hér yfir þau ákvæði sem Hvalur ehf. brýtur samkvæmt skýrslu MAST sem gefur ráðherra umboð til að afturkalla leyfið. Við skorum á Svandísi Svavarsdóttur að afturkalla veiðileyfið hið snarasta!” segir í færslunni sem Momoa deilir á Instagram.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar