Paris Hilton syrgir besta vin sinn til 23 ára

Hótelerfinginn Paris Hilton syrgir chihuahua-hundinn, Harajuku.
Hótelerfinginn Paris Hilton syrgir chihuahua-hundinn, Harajuku. Skjáskot/Instagram

Hótelerfinginn Paris Hilton er miður sín eftir að besti vinur hennar, tíkin Harajuku, féll frá. Hilton birti færslu á Instagram–síðu sinni, þar sem hún segist miður sín en þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með fallega chihuahua-hundinum sínum. 

„Í dag brestur hjarta mitt nú þegar ég kveð dýrmæta chihuahua-hundinn minn, Harajuku. Í ótrúleg 23 ár fyllti hún líf mitt af svo mikilli ást, tryggð og ógleymanlegum augnablikum,“ skrifaði Hilton á Instagram ásamt myndaseríu sem sýndi samband þeirra í gegnum árin. „Hún lifði löngu og fallegu lífi, umkringd ást fram til hinsta dags.“

Harajuku var vel þekkt enda fór hún með hlutverk í raunveruleikaþáttunum The Simple Life og fylgdi Hilton hvert sem hún fór.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar