Hótelerfinginn Paris Hilton er miður sín eftir að besti vinur hennar, tíkin Harajuku, féll frá. Hilton birti færslu á Instagram–síðu sinni, þar sem hún segist miður sín en þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með fallega chihuahua-hundinum sínum.
„Í dag brestur hjarta mitt nú þegar ég kveð dýrmæta chihuahua-hundinn minn, Harajuku. Í ótrúleg 23 ár fyllti hún líf mitt af svo mikilli ást, tryggð og ógleymanlegum augnablikum,“ skrifaði Hilton á Instagram ásamt myndaseríu sem sýndi samband þeirra í gegnum árin. „Hún lifði löngu og fallegu lífi, umkringd ást fram til hinsta dags.“
Harajuku var vel þekkt enda fór hún með hlutverk í raunveruleikaþáttunum The Simple Life og fylgdi Hilton hvert sem hún fór.