Knattspyrnumaðurinn Ben White gekk í það heilaga með fyrirsætunni Milly Adams hinn 21. maí síðastliðinn. White spilar fyrir Arsenal og enska karlalandsliðið í knattspyrnu.
White og Adams opinberuðu ástarsamband sitt í febrúar 2022 eftir að hafa verið að hittast í nokkrar vikur, en þau birtu myndaröð af sér á Instagram-reikningum sínum. Eftir aðeins fimm mánaða samband fór White svo á skeljarnar.
Fram kemur á vef Daily Mail að athöfnin hafi farið fram í Old Marylebone Town Hall í Lundúnum. Adam ákvað að klæðast ekki hinum hefðbundna brúðarkjól og valdi frekar fallegt hvítt vesti og buxur fyrir athöfnina.
„21. 05.23 giftist ég besta vini mínum,“ skrifaði Adams við fallega myndaröð frá deginum.