Spilar stórt hlutverk í sambandsslitum dætra sinna

Stallone-fjölskyldan.
Stallone-fjölskyldan. Samsett mynd

Stórleikarinn Sylvester Stallone er heimsþekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Rambó og Rocky en leikarinn spilar víst einnig stóra rullu þegar kemur að sambandsslitum dætra sinna. 

„Pabbi minn er algjör snillingur þegar kemur að stefnumótalífi okkar,“ sagði Sistine Stallone í hlaðvarpsþættinum Giggly Squad, á mánudag. Þangað voru þær voru mættar til þess að kynna nýjan raunveruleikaþátt fjölskyldunnar The Family Stallone. „Hann semur nánast öll okkar „hætta saman“ textaskilaboð til fyrrverandi,“ sagði hún einnig. 

Karlmenn þekkja karlmenn

Systir Sistine, Sophia Stallone, sagði líka: „Ég mæli eindregið með því að stelpur láti pabba sína semja textaskilaboðin vegna þess að karlmenn þekkja karlmenn. Ég er að segja ykkur það, þeir verða aldrei reiðir við okkur.“

Samkvæmt Stallone–systrunum þá getur verið erfitt að kynna nýja menn fyrir föður sínum. „Hann stendur alltaf í horninu, hljóður...bara til að hræða þá. Hann er líka með vindil, honum finnst það sýna ákveðið yfirráð,“ sagði Sophia.

Í aðalhlutverki í nýjum raunveruleikaþætti

Leikarinn er giftur Jennifer Flavin og eiga þau þrjár dætur á aldrinum 20 – 26 ára, Scarlet, Sistine og Sophiu. Stallone á einnig soninn Seargeoh úr fyrra hjónabandinu sínu en soninn Sage missti hann árið 2012 úr kransæðasjúkdómi árið 2012.

Flavin, 54 ára, sótti um skilnað frá Rocky–stjörnunni í ágúst á síðasta ári en þau náðu sáttum stuttu síðar og tókum saman á ný. Nú eru hjónin í aðalhlutverki ásamt dætrum sínum í nýjum raunveruleikaþætti The Family Stallone, sem var frumsýndur hinn 17. maí á Paramount+.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar